Enski boltinn

Mané með þrennu þegar Southampton lagði City að velli | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sadio Mané og Shane Long sáu um markaskorun fyrir Southampton í leiknum í dag.
Sadio Mané og Shane Long sáu um markaskorun fyrir Southampton í leiknum í dag. Vísir/Getty
Sadio Mané skoraði þrennu þegar Southampton vann 4-2 sigur á Manchester City í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta er önnur þrenna Mané fyrir Southampton en hann gerði einnig fræga þrennu á tæpum þremur mínútum þegar Dýrlingarnir unnu 6-1 sigur á Aston Villa fyrir ári.

Með sigrinum komst Southampton upp fyrir Liverpool í 7. sæti deildarinnar. City-menn eru í 4. sætinu með 64 stig, fjórum stigum á undan Manchester United.

Shane Long kom Southampton yfir eftir 25 mínútna leik þegar hann skoraði sitt tíunda deildarmark í vetur.

Mané tvöfaldaði forystu heimamanna þremur mínútum síðar en Kelechi Iheanacho náði að minnka muninn fyrir City áður en Andre Marriner flautaði til hálfleiks.

Mané skoraði sitt annað mark á 57. mínútu og fullkomnaði svo þrennuna 11 mínútum síðar. Senegalinn hefur skorað 10 deildarmörk í vetur.

Iheanacho lagaði stöðuna þegar hann gerði sitt annað mark á 78. mínútu en nær komust City-menn ekki. Lokatölur 4-2, Southampton í vil.

Southampton 1-0 Man City Southampton 2-0 Man City Southampton 2-1 Man City Southampton 3-1 Man City Southampton 4-1 Man City Southampton 4-2 Man City



Fleiri fréttir

Sjá meira


×