MIĐVIKUDAGUR 1. MARS NÝJAST 18:00

Ţessar bćkur eru tilnefndar til Barnabókaverđlauna Reykjavíkur

FRÉTTIR

Chelsea sneri taflinu viđ í seinni hálfleik | Sjáđu mörkin

 
Enski boltinn
17:00 27. FEBRÚAR 2016

Serbneski miðvörðurinn Branislav Ivanovic var hetja Chelsea í 2-1 sigri á Southampton á St. Mary's vellinum í dag en Chelsea sneri taflinu við í seinni hálfleik eftir að hafa verið undir í hálfleik.

Shane Long kom heimamönnum yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hann nýtti sér mistök Baba Rahman og lyfti boltanum yfir Thibaut Courtois í marki Chelsea.

Chelsea færði sig framar á völlinn eftir því sem leið á leikinn og náði að jafna metin með skrautlegu marki. Rataði þá fyrirgjöf Cesc Fabregas í netið en Fraser Forster, markvörður Southampton, bjóst við að einhver leikmaður myndi snerta fyrirgjöfina.

Var þetta í fyrsta sinn sem Fraser Forster þurfti að ná í boltann úr netinu á þessu tímabili en hann hafði leikið rétt rúmlega 700. mínútur án þess að fá á sig mark áður en Fabregas skoraði.

Liðin virtust ætla að skipta stigunum á milli sín þegar Ivanovic sem bar fyrirliðabandið í fjarveru John Terry skoraði sigurmarkið eftir hornspyrnu Willian. Kom Forster engum vörnum við skallanum frá Ivanovic.

Southampton náði ekki að svara fyrir mark Ivanovic og fögnuðu leikmenn Chelsea gríðarlega við leikslok en Chelsea er með sigrinum komið upp í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.


Fabregas jafnar fyrir Chelsea:


Ivanovic skorar sigurmark Chelsea:
  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Chelsea sneri taflinu viđ í seinni hálfleik | Sjáđu mörkin
Fara efst