Fótbolti

Chelsea sló upp markaveislu í Þýskalandi | Sjáðu mörkin

Chelsea fagnar marki John Terry.
Chelsea fagnar marki John Terry. vísir/getty
Chelsea er öruggt áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 5-0 sigur á Schalke í Þýskalandi í kvöld.

Chelsea vann Meistaradeild Evrópu árið 2012 er liðið lék undir stjórn Roberto Di Matteo, sem er í dag þjálfari Schalke.

Þeir þýsku áttu aldrei möguleika í kvöld en John Terry kom þeim ensku yfir með skalla eftir hornspyrnu strax á annarri mínútu leiksins. Willian og varamennirnir Didier Drogba og Ramires voru einnig á skotskónum fyrir þá ensku í kvöld en eitt marka liðsins var sjálfsmark Jan Kirchhoff.

Chelsea sýndi allar sínu bestu hliðar í kvöld og hélt uppteknum hætti frá góðu gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er með ellefu stig í G-riðli og öruggt með efsta sæti riðilsins fyrir lokaumferð riðlakeppninnar í næsta mánuði.

John Terry kom Chelsea yfir strax á 2. mínútu: Willian skoraði annað mark Chelsea á 29. mínútu: Þriðja mark Chelsea var sjálfsmark: Þá var komið að Didier Drogba: Ramires skoraði fimmta mark Chelsea:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×