Enski boltinn

England á EM | Rooney jafnaði markamet Bobby Charlton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wayne Rooney, leikmaður enska landsliðsins.
Wayne Rooney, leikmaður enska landsliðsins. Vísir/Getty
England er komið á Evrópumótið sem fram fer í Frakklandi sumarið 2016, en England vann 6-0 sigur á smáþjóð San Marinó.

Wayne Rooney kom Englandi yfir af vítapunktinum, en með markinu jafnaði Rooney met Bobby Charlton. Þeir hafa nú báðir skorað flest landsliðsmörk í sögu Englands eða 49 talsins.

Cristian Brolli varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir hálftíma leik og þannig stóðu leikar í hálfleik. 2-0 Englandi í vil.

Ross Barkley kom England yfir eftir fimmtán sekúndna leik í síðari hálfleik og varamaðurinn Walcott kom Englandi í 4-0 á 68. mínútu.

Annar varamaður, Harry Kane, skoraði fimmta mark Englands áður en Walcott skoraði annað mark sitt og sjötta mark Englands. Lokatölur 6-0.

England er á toppi riðilsins með sjö sigra í sjö leikjum og er því komið á EM, en San Marinó er á botninum með eitt stig. Þeir hafa ekki skorað mark, en fengið á sig 25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×