Fótbolti

Portúgal í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni | Sjáðu mörkin og vítaspyrnukeppnina

Leikmenn Portúgals fagna.
Leikmenn Portúgals fagna. vísir/getty
Portúgal er komið áfram í undanúrslit Evrópumótsins í Frakklandi eftir sigur á Póllandi eftir vítaspyrnukeppni, en staðan eftir venjulegum leiktíma var 1-1.

Það voru ekki liðnar nema 100 sekúndur þegar fyrsta markið kom og það gerði Robert Lewandowski eftir undirbúning Kamil Grosicki.

Þetta var annað fljótasta mark í sögu EM, en fljótasta markið kom eftir 67 sekúndur. Það gerði Dmitri Kirichencko fyrir Rússand gegn Grikklandi 2004.

Portúgalar jöfnuðu á 33. mínútu. Nani lagði þá boltann á Renato Sanches sem þrumaði boltanum í netið, en pilturinn er einungis átján ára gamall.

Staðan var 1-1 í hálfleik og ekkert mark var skorað í síðari hálfleik. Því þurfti að grípa til framlengingar og ekki var skorað mark í framlengingunni.

Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Portúgalar skoruðu úr öllum vítaspyrnum sínum, en Rui Patrício varði frá Jakub Błaszczykowski.

Ricardo Quaresma skoraði svo úr síðustu vítaspyrnunni, en Quaresma tók síðasta vítið og skaut Portúgal áfram. Hann skaut þeim einnig áfram í síðustu umferð.

Vítakeppnin:

1-2 Cristiano Ronaldo skorar

2-2 Robert Lewandowski skorar

2-3 Renato Sanches skorar

3-3 Arkadiusz Milik skorar

3-4 João Moutinho skorar

4-4 Kamil Glik skorar

4-5 Nani skorar

4-5 Rui Patrício ver frá Jakub Błaszczykowski

4-6 Ricardo Quaresma skorar

1-0: 1-1: Vítaspyrnukeppnin:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×