Enski boltinn

Kane skoraði í sjötta tapi Newcastle í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kane í baráttunni í dag.
Kane í baráttunni í dag. vísir/getty
Tottenham skaust upp í sjötta sætið, Evrópudeildarsætið, á nýjan leik með 3-1 sigri á Newcastle í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Nacer Chadli kom Tottenham yfir eftir hálftímaleik með hörkuskoti, en það var eina markið sem leit dagsins ljós í fyrri hálfleik.

Það voru ekki liðnar nema 21 sekúnda af síðari hálfleik þegar Newcastle jafnaði. Jack Colback gerði það með þrumuskoti úr teig Tottenham.

Lundúnarliðið var þó ekki lengi að komast aftur yfir. Christian Eriksen tók aukaspyrnu sjö mínútum síðar utaf af kanti sem sigldi í gegnum allan pakkann og í netið. Spurning með rangstöðu, en markið stóð.

Í uppbótartíma var svo röðin komin að markahróknum, Harry Kane. Hann skoraði sitt 20. mark, en hann slapp einn í gegn og kom boltanum framhjá Tim Krul í marki Newcastle.

Með sigrinum fór Tottenham upp fyrir Southampton og í sjöunda sætið. Tottenham er með jafn mörg stig og Liverpool sem er sæti fyrir ofan, en Liverpool á þó leik til góða. Newcastle er í fjórtánda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×