Enski boltinn

Gylfi í aðalhlutverki í sigri Swansea | Sjáðu markið og stoðsendinguna

Liðsmenn Swansea fagna jöfnunarmarkinu sem Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp.
Liðsmenn Swansea fagna jöfnunarmarkinu sem Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Swansea þegar liðið bar sigurorð af Newcastle United á útivelli, 2-3.

Ayoze Pérez kom Newcastle yfir á 20. mínútu en portúgalski framherjinn Nélson Oliveira jafnaði metin á lokamínútu fyrri hálfleiks með skalla eftir hornspyrnu Gylfa.

Íslenski landsliðsmaðurinn kom Swansea svo yfir á 49. mínútu með góðu skoti úr teignum eftir sendingu frá Jefferson Montero.Þetta er í fyrsta sinn síðan í sigrinum á Manchester United í fyrstu umferð deildarkeppninnar sem Gylfi leggur upp og skorar mark í sama leiknum.

Jack Cork kom Svönunum í 1-3 á 71. mínútu áður en Siem de Jong klóraði í bakkann á þeirri 87.

Swansea er nú komið með 50 stig en liðið hefur aldrei fengið jafn mörg í ensku úrvalsdeildinni.

Newcastle hefur tapað sjö leikjum í röð og er í 14. sæti.

Newcastle 1-0 Swansea Newcastle 1-1 Swansea Newcastle 1-2 Swansea Newcastle 1-3 Swansea Newcastle 2-3 Swansea



Fleiri fréttir

Sjá meira


×