Enski boltinn

Johnson hetjan í grannaslagnum | Sjáðu markið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Papiss Demba Cisse, framherji Newcastle.
Papiss Demba Cisse, framherji Newcastle. vísir/getty
Adam Johnson tryggði Sunderland sigur á Newcastle í grannaslagnum um norðurhluta Englands. Markið kom í uppbótartíma.

Það var hart barist í nágrannaslagnum í norðurhluta Englands þar sem Sunderland og Newcastla mættust. Mikill hiti var í leiknum eins og tíðkast þegar þessi lið mætast.

Fyrsta gula spjaldið fór á loft eftir tvær mínútur og fjögur voru komin á loft eftir 25. mínútur.

Fyrsta alvöru færið kom á 26. mínútu þegar Sebastian Larsson gaf frábæra sendingu á Steven Fletcher sem skaut boltanum í slána.

Ekki var það mikið meira markvert sem gerðist í fyrri hálfleik og staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik þegar Jordi Gomez fékk sannkallað dauðafæri, en skaut boltanum yfir af vítapunktinum.

Liðin fengu nokkur færi til að skora og það stefndi allt í markalaust jafntefli, en allt kom fyrir ekki. Eftir sókn Newcastle geystust gestirnir í sókn sem endaði með því að Will Buckley lagði boltann á Adam Johnson sem skoraði.

Leikmenn og þjálfarateymi Sunderland gjörsamlega ærðust af fögnuði, en eftir sigurinn er Sunderland í fjórtánda sæti deildarinnar með nítján stig. Newcastle er í níunda með 23.

Sjáðu hræðilega lendingu Taylor á stönginni: Adam Johnson skorar sigurmarkið:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×