ŢRIĐJUDAGUR 26. JÚLÍ NÝJAST 15:54

Sóttu fótbrotna konu viđ Landmannalaugar

FRÉTTIR

Mitrovic bjargađi stigi fyrir Newcastle | Góđ úrslit fyrir Gylfa og félaga

 
Enski boltinn
15:15 20. MARS 2016
Aleksander Mitrovic fagnar marki sínu međ stćl.
Aleksander Mitrovic fagnar marki sínu međ stćl. VÍSIR/GETTY

Newcastle og Sunderland skildu jöfn, 1-1, í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Úrslitin gera lítið fyrir hvorugt liðið. Jermaine Defoe kom Sunderland yfir á 44. mínútu en hann smellhitti þá boltann eftir darraðadans í teignum, 1-0.

Þegar allt stefndi í risasigur Sunderland á útivelli í viðureign þessara miklu erkifjenda bjargaði serbneski framherjinn Aleksandar Mitrovic stigi fyrir heimamenn á 83. mínútu.

Markið var nokkuð glæsilegt en hann stangaði boltann í netið á fjærstönginni eftir fyrirgjöf frá hægri. Hann stökk mun hærra en bakvörðurinn DeAndre Yedlin sem leit ekki vel út.

Mitrovic rotaðist í uppbótartíma og þegar hann rankaði við sér heimtaði læknir Newcastle-liðsins að hann yrði tekinn af velli. Mitrovic tók það ekki í mál og vildi ólmur komast aftur inn á. Rafa Benítez gerði það eina rétta og sendi Serbann ekki aftur inn á völlinn enda framherjinn augljóslega vankaður.

Bæði lið eru áfram í fallsæti eftir úrslitin. Sunderland er í 18. sæti með 25 og Newcastle í 19. sæti með 24 stig.

Úrslitin eru frábær fyrir Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea sem eru nú ellefu stigum frá fallsvæðinu. Sunderland og Newcastle eiga reyndar leik til góða á Swansea.


  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Mitrovic bjargađi stigi fyrir Newcastle | Góđ úrslit fyrir Gylfa og félaga
Fara efst