Enski boltinn

Leicester þarf að bíða eftir titlinum | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wes Morgan jafnaði metin með skalla.
Wes Morgan jafnaði metin með skalla. Vísir/Getty
Leicester City tókst ekki að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn þegar liðið mætti Manchester United á Old Trafford í dag.

Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli en með sigri hefði Leicester tryggt sér fyrsta Englandsmeistaratitilinn í sögu félagsins.

Leicester gæti þó orðið meistari á morgun ef Tottenham mistekst að vinna Chelsea á Stamford Bridge.

United byrjaði betur á heimavelli í dag og komst yfir þegar Anthony Martial skoraði sitt níunda deildarmark eftir sendingu frá Antonio Valencia.

Forystan entist þó aðeins í níu mínútur því á 17. mínútu jafnaði Wes Morgan metin með skalla eftir aukaspyrnu Dannys Drinkwater.

Umræddur Drinkwater, sem er uppalinn hjá United, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt þremur mínútum fyrir leikslok. Hann verður því í banni gegn Everton um næstu helgi.

Úrslit dagsins voru slæm fyrir United sem er fjórum stigum á eftir nágrönnum sínum í City sem eru í 4. sætinu. Bæði lið eiga þrjá leiki eftir.

Man Utd 1-0 Leicester Man Utd 1-1 Leicester



Fleiri fréttir

Sjá meira


×