Enski boltinn

Sterling sá um West Ham | Aguero gæti farið í bann og misst af grannaslagnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Manchester City vann góðan, 3-1, sigur á West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikurinn fór fram á Etihad vellinum í Manchester og var það Raheem Sterling sem gerði fyrsta mark leiksins á sjöundu mínútu eftir að liðið hafði splundrað vörn West Ham.

Tíu mínútum síðar skoraði Fernandinho annað mark leiksins og var staðan 2-0 í hálfleik. Michail Antonio minnkaði muninn fyrir West Ham hálftíma fyrir leikslok en Raheem Sterling skoraði þriðja mark City á 90. mínútu.

Manchester City er því í efsta sæti deildarinnar með níu stig en West Ham hefur náð í þrjú stig í fyrstu þremur leikjunum.

Sergio Aguero gaf Winston Reid olnbogaskot í miðjum leik og tók dómarinn ekki eftir atvikinu. Vel sást það aftur á móti á myndbandsupptöku og gæti Aguero fengið þriggja leikja bann í kjölfarið. Það myndi þýða að hann missir af nágrannaslagnum gegn Manchester United 10. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×