Enski boltinn

Tottenham ætlar að vera með í titilbaráttunni | Risasigur á City

Stefán Árni Pálsson skrifar
Harry Kane
Harry Kane vísir/getty
Tottenham vann frábæran útisigur, 2-1, á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Staðan í hálfleik var 0-0 og gerðist fátt markvert í þeim fyrri. Í upphafi síðari hálfleiks fékk Tottenham dæmda vítaspyrnu þegar Raheem Sterling, leikmaður City, fékk boltann í höndina innan vítateigs.

Harry Kane fór á punktinn og skoraði örugglega. Stundarfjórðungi fyrir leikslok jafnaði Kelechi Iheanacho metin fyrir Manchester City og virkaði liðið gríðarlega líklegt til að skora annað mark stuttu síðar.

Það gerðist aftur á móti ekki og var það Christian Eriksen sem tryggði Tottenham öll þrjú stigin nokkrum mínútum fyrir leikslok með fínu marki. Eriksen á einmitt afmæli í dag og fékk heldur betur góða afmælisgjöf en hann er 24 ára í dag. 

Tottenham því komið í annað sæti deildarinnar og aðeins tveimur stigum á eftir Leicester sem er í efsta sæti.

Spurs kemst yfir með marki frá Harry Kane
Kelechi Iheanacho 1-1
Eriksen skorar sigurmark leiksins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×