Enski boltinn

City að missa af titlinum eftir jafntefli gegn botnliðinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Vincent Kompany og Connor Wickham eigast við í leiknum í kvöld.
Vincent Kompany og Connor Wickham eigast við í leiknum í kvöld. Vísir/Getty
Manchester City er nánast úr leik í titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir að liðið gerði jafntefli við botnlið Sunderland, 2-2, í kvöld.

Fernandinho kom City yfir strax á annarri mínútu en ConnorWickham skoraði tvö mörk fyrir gestina á 73. og 83. mínútu og kom botnliðinu yfir í leiknum.

Fátt benti til þess að City væri að fara jafna metin þangað til að SamirNasri skaut boltanum úr teignum beint á mark Sunderland á 88. mínútu.

Vito Mannone, markvörður Sunderland, gerðist þá sekur um glæpsamleg mistök en hann varði boltann á afar klaufalegan hátt inn í markið. Lokatölur, 2-2.

Manchester City er í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar með 70 stig, sjö stigum á eftir toppliði Liverpool og á fimm leiki eftir en Liverpool fjóra. Sunderland er sem fyrr á botninum með 26 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×