Enski boltinn

Manchester City á toppinn | Sjáðu mörkin

Leikmenn City fagna öðru markinu.
Leikmenn City fagna öðru markinu. vísir/getty

Manchester City er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar, um stundarsakir að minnsta kosti, en þeir unnu 3-1 sigur á Southampton í dag.

Kevin de Bruyne kom City yfir eftir laglega sendingu frá Raheem Stering, en Sterling hirti boltann af Yoshida sem var í tómum vandræðum í hægri bakvarðarstöðunni hjá Southampton fyrri part hálfleiksins.

Fabian Delph tvöfaldaði svo forystuna fyrir hlé þegar hann þrumaði boltanum í Virgil van Djik og þaðan fór boltinn framhjá Maarten Stekelenburg og í netið. 2-0 í hálfleik.

Í síðari hálfleik var allt annað að sjá til Southampton. Shane Long minnkaði muninn á 50. mínútu, en nær komust þeir ekki og Aleksandar Kolarov gerði út um leikinn á 70. mínútu.

City er því með eins stigs forskot á toppi deildarinnar á Leicester og United er í því þriðja, en United og Leicester mætast á eftir. Southampton er í níunda sætinu.

1-0 Kevin de Bruyne: 2-0 Fabian Delph: 2-1 Shane Long: 3-1 Kolarov:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×