Enski boltinn

Varamaðurinn tryggði Man City stigin þrjú | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Englandsmeistarar Manchester City lyftu sér upp í 2. sæti úrvalsdeildarinnar með 3-2 sigri á Aston Villa í miklum spennuleik á Etihad-vellinum í dag.

City er nú með 67 stig en Arsenal og Manchester United geta bæði komist upp fyrir meistarana á morgun þegar þau eiga leiki.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.

Sergio Agüero kom City yfir strax á 3. mínútu eftir skelfileg mistök Brads Guzan í marki Aston Villa. Þetta var 21. deildarmark Agüero í vetur.

Staðan var 1-0 í hálfleik en Aleksandar Kolarov tvöfaldaði forystu með marki beint úr aukaspyrnu á 66. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar minnkaði Tom Cleverley muninn eftir skógarhlaup Joes Hart, markvarðar City. Þetta var fyrsta mark Cleverleys fyrir Villa.

Carlos Sánchez jafnaði svo metin á 85. mínútu og svo virtist sem Villa væri komið með stig í höfn. En mínútu fyrir leikslok skoraði varamaðurinn Fernandinho sigurmark City eftir hornspyrnu.

Aston Villa er í 15. sæti með 32 stig, aðeins tveimur stigum frá fallsæti.

Man City 1-0 Aston Villa Man City 2-0 Aston Villa Man City 2-1 Aston Villa Man City 2-2 Aston Villa Man City 3-2 Aston Villa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×