FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR NÝJAST 11:29

Enn ein sprengjuárásin í Pakistan

FRÉTTIR

Austin hetja Southampton á Old Trafford | Sjáđu markiđ

 
Enski boltinn
15:45 23. JANÚAR 2016
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Charlie Austin tryggði Southampton stigin þrjú gegn Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 0-1, Southampton í vil.

Markið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þetta var þriðji sigur Dýrlinganna í röð en þeir eru komnir upp í 8. sæti deildarinnar.

United er hins vegar í 5. sætinu með 37 stig, fimm stigum á eftir Tottenham sem er í því fjórða.

Leikurinn var afskaplega rólegur og tíðindalítill og staðan í hálfleik var markalaus eins og hún hefur verið í 10 af síðustu 11 leikjum á Old Trafford.

Liðin virtust ætla að skipta stigunum með sér en á 87. mínútu braut varamaðurinn Adnan Januzaj klaufalega á Austin við hornfánann. James Ward-Prowse tók spyrnuna og sendi beint á kollinn á Austin sem skallaði boltann í netið í sínum fyrsta leik fyrir Southampton eftir vistaskiptin frá QPR á dögunum.

Fleiri urðu mörkin ekki og 0-1 sigur Southampton staðreynd.


  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Austin hetja Southampton á Old Trafford | Sjáđu markiđ
Fara efst