Austin hetja Southampton á Old Trafford | Sjáđu markiđ

 
Enski boltinn
15:45 23. JANÚAR 2016
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Charlie Austin tryggði Southampton stigin þrjú gegn Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 0-1, Southampton í vil.

Markið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þetta var þriðji sigur Dýrlinganna í röð en þeir eru komnir upp í 8. sæti deildarinnar.

United er hins vegar í 5. sætinu með 37 stig, fimm stigum á eftir Tottenham sem er í því fjórða.

Leikurinn var afskaplega rólegur og tíðindalítill og staðan í hálfleik var markalaus eins og hún hefur verið í 10 af síðustu 11 leikjum á Old Trafford.

Liðin virtust ætla að skipta stigunum með sér en á 87. mínútu braut varamaðurinn Adnan Januzaj klaufalega á Austin við hornfánann. James Ward-Prowse tók spyrnuna og sendi beint á kollinn á Austin sem skallaði boltann í netið í sínum fyrsta leik fyrir Southampton eftir vistaskiptin frá QPR á dögunum.

Fleiri urðu mörkin ekki og 0-1 sigur Southampton staðreynd.


  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Austin hetja Southampton á Old Trafford | Sjáđu markiđ
Fara efst