Aguero jafnaði markamet City er þeir náðu fimm stiga forskoti | Sjáðu mörkin

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Manchester City nýtti sér töpuð stig nágranna sinna í Manchester United og náði fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 3-0 sigri gegn Burnley á heimavelli í níundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Var þetta áttundi sigur City-manna í fyrstu níu umferðunum eftir eftir jafntefli í annarri umferð gegn Everton hafa þeir unnið sjö leiki í röð.

Sigur dagsins var erfiður í fæðingu en Sergio Aguero kom heimamönnum yfir á vítapunktinum á 30. mínútu eftir að dæmd var vítaspyrna á Nick Pope í marki Burnley er hann fór í Bernando Silva innan vítateigsins.

Aguero sem sneri aftur í byrjunarlið City eftir að hafa lent í bílslysi á dögunum kom þar heimamönnum yfir og jafnaði um leið met Eric Brook yfir flest mörk í treyju Manchester City en þetta var mark nr. 177 hjá argentínska framherjanum.

Nicolas Otamendi bætti við öðru marki stuttu eftir að Jóhann Berg Guðmundsson kom inn af bekknum hjá Burnley og aðeins tveimur mínútum síðar innsiglaði Leroy Sane sigurinn með þriðja marki Manchester City.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira