Enski boltinn

Stórbrotinn mörk tryggðu Liverpool sigur | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Daniel Sturridge hjá Liverpool og Pablo Zabaleta hjá Man City.
Daniel Sturridge hjá Liverpool og Pablo Zabaleta hjá Man City. Vísir/Getty
Liverpool komst upp að hlið Arsenal í fjórða til fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með mögnuðum sigri á Manchester City, 2-1. Mörk Liverpool voru í dýrari kantinum.

Jordan Henderson skoraði fysta mark leiksins eftir ellefu mínútna leik. Hann fékk boltann rétt fyrir utan teiginn og skrúfaði hann frábærlega í fjærhornið. 1-0 fyrir heimamönnum.

Eftir snarpa sókn City eftir 26. mínútna leik jafanði Edin Dzeko. Sergio Aguero lagði boltann inn á Dzeko sem kláraði færið vel framhjá Mignolet í markinu. Staðan jöfn, 1-1, í hálfleik.

Í síðari hálfleik kom einungis eitt mark. Það skoraði Phillipe Coutinho og það var algjört augnakonfekt. Hann skoraði mark sem var keimlíkt markinu hjá Henderson.

Liverpool fékk svo fjölmörg færi til að gera út um leikinn, en allt kom fyrir ekki og lokatölur urðu 2-1 sigur Liverpool.

Liverpool fór upp í fimmta sæti deildarinnar, en þeir eru með 48 stig, jafn mörg og Arsenal sem er í sætinu fyrir ofan, en á þó leik til góða.

Manchester City er fimm stigum frá Chelsea eftir tapið, en Chelsea á einnig leik til góða. Chelsea komið í kjörstöð.

Öll mörkin má sjá hér að neðan.

1-0, magnað mark Henderson: Dzeko jafnar: Glæsilegt mark Coutinho:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×