ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 11:45

Verksmiđja United Silicon sú eina sem liggur undir grun

FRÉTTIR

Rooney hetja United sem vann Liverpool á Anfield - Sjáđu markiđ

 
Enski boltinn
15:45 17. JANÚAR 2016
Rooney skorar hér markiđ í dag.
Rooney skorar hér markiđ í dag. VÍSIR/GETTY

Manchester United vann frábæran sigur, 1-0, á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins og var það hans 176. í ensku úrvalsdeildinni fyrir Manchester United. 

Hann sló þar með met Thierry Henry sem skoraði 175 mörk fyrir Arsenal. Liverpool var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og fékk liðið nokkuð fín færi.

Í þeim síðari náðu leikmenn United að koma sér betur inn í leikinn og byrjuðu að pressa meira á varnarmenn Liverpool. Það endaði með fínu marki rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok. 

Marouane Fellaini átti þá skalla í þverslána sem Rooney nýtti sér og hirti frákastið. Hann þrumaði boltanum í netið og fagnaði eðlilega mikið. 

Manchester United er í 5. sæti deildarinnar með 37 stig en Liverpool í því níunda með 31 stig. 
Rooney kemur United yfir


  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Rooney hetja United sem vann Liverpool á Anfield - Sjáđu markiđ
Fara efst