Fótbolti

Atlético Madrid í góðri stöðu eftir sigur og fjögur mörk á BayArena | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Atlético Madrid er í afar góðum málum fyrir seinni leikinn gegn Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 2-4 sigur í fyrri leiknum í kvöld.

Atlético Madrid byrjaði leikinn miklu betur og á 17. mínútu kom Saúl Níguez liðinu yfir með fallegu skoti. Átta mínútum síðar tvöfaldaði Antoine Griezmann forskot gestanna eftir skyndisókn og staða þeirra því orðin vænleg.

Staðan var 0-2 í hálfleik en í upphafi seinni hálfleiks minnkaði Karim Bellarabi muninn í 1-2.

Kevin Gameiro jók muninn aftur í tvö mörk þegar hann skoraði af vítapunktinum á 59. mínútu. Níu mínútum síðar varð Stefan Savic fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark og minnkaði muninn í 2-3.

En varamaðurinn Fernando Torres átti síðasta orðið þegar hann skoraði fjórða mark Atlético Madrid fjórum mínútu fyrir leikslok. Lokatölur 2-4, Atlético Madrid í vil.

Seinni leikurinn fer fram á Vicente Calderón 15. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×