Enski boltinn

Leicester hafði betur gegn Gylfa og félögum í Swansea

Stefán Árni Pálsson skrifar
Englandsmeistarar Leicester unnu góðan heimasigur á Swansea, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Swansea en var tekinn af velli þegar hálftími var eftir af leiknum.

Jamie Vardy skoraði fyrsta mark leiksins eftir um þrjátíu mínútna leik. Wes Morgan kom síðan Leicester í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks. Leroy Fer náði að minnka muninn tíu mínútum fyrir leikslok en lengra komust leikmenn Swansea ekki og niðurstaðan fínn sigur Leicester.

Swansea er því með þrjú stig eftir þrjár umferðir og Leicester með fjögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×