Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Móðir stúlku sem lést eftir að hafa neytt alsælu segir að skólakerfið þurfi að taka betur á málum barna sem glíma við ofvirkni og andleg veikindi. Fjallað verður um málið nýjum og breyttum kvöldfréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld.

Í fréttatímanum verður rætt við heilbrigðisráðherra sem boðar úrbætur á reglugerðum um endurgreiðslu á tannlæknakostnaði en 26 þúsund aldraðir og öryrkjar greiddu of mikið fyrir tannlæknaþjónustu á síðasta ári.

Við greinum einnig frá því að Íslendingar gætu þurft að bíða í tuttugu ár eftir því að fá vexti á íbúðalánum sambærilega því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Við fylgjumst með grunnskólanemendum sem settust á skólabekk í dag eftir sumarfrí.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×