Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns á aðfaranótt sunnudags tengist neyslu lyfsins fentanýls. Annar ungur maður missti meðvitund sömu nótt og leikur grunur á að það tengist neyslu á sama lyfi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en tvö dauðsföll í ár má rekja til Fentanýls að frátöldu atviki síðustu helgi.

Í kvöldfréttum verður einnig rætt við innanríkisráðherra og fjármálaráðherra um Reykjavíkurflugvöll en fjármálaráðherra segir Reykjavíkurborg hafa sýnt mikla óbilgirni með því að hraða lokun Reykjavíkurflugvallar og setja innanlandsflugið í uppnám.

Þá fræðumst við um sveppatínslu og sveppatíðina, sem þykir einkar góð, í beinni útsendingu og verðum að sama skapi með maraþonmanninn Valdimar og Tómas Guðbjartsson í beinni útsendingu klukkan 19:10 til að gera upp Reykjavíkurmaraþonið og átakið mikla.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×