Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Forstjóri Landspítalans segir það hagsmuni sjúklinga að spítalinn taki að sér rekstur nýs sjúkrahótels sem opnað verður á næsta ári. Heilbrigðisráðherra hefur til skoðunar meðal annars hvort starfsemin verði boðin út til einkaaðila. Fjallað verður málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en forstjóri Landspítalans segir rekstur sjúkrahótels fara mjög illa saman við hótelrekstur.

Í kvöldfréttum verður einnig fjallað um lyfið Fentanýl en yfirlæknir lyfjastofnunar segir það vera mikið áhyggjuefni að verið sé að misnota það. Fentanýl er 100 öflugra en morfín.

Þá verðum við í beinni frá sviðlistahátíðinni Spectacular, ræðum við bændur undir Eyjafjöllum sem nú eru byrjaði að þreskja korn og ræðum við þau Magnús Jóhannsson, prófessor í lyfjafræði, og Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlæknir og Vogi, um læknadóp og hvað má gera til að stemma stigu við útbreiðslu þess.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×