Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Landlæknir getur ekki synjað einkasjúkrahúsinu sem á að rísa í Mosfellsbæ um starfsleyfi á grundvelli þess að sjúkrahúsið muni hafa möguleg skaðleg áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi. Þetta segir settur landlæknir. Ákvörðun um veitingu starfsleyfis þarf að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum og forsendum sem liggja fyrir þegar sótt er um leyfið. Nánar verður fjallað um þetta mál í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Í fréttatímanum verður meðal annars rætt við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar en honum hugnast áform um einkasjúkrahúsið illa.

Una Sighvatsdóttir fréttamaður er stödd í Istanbúl og mun flytja áhorfendum nýjustu fréttir frá Tyrklandi. Þá fjöllum við um tafir á byggingu nýs Landspítala en settur forstjóri spítalans telur íslenskt heilbrigðiskerfi ekki hafa efni á því að bygging spítalans tefjist um tíu til fimmtán ár.

Við fylgjumst líka með undirbúningi að innsetningu nýs forseta sem verður eftir slétta viku og skoðum áform um uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi. Byggð verða þrjátíu ný hús sem verða endurgerðir gamalkunnra húsa víða um land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×