Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar tvö verður rætt við Ólaf Ragnar Grímsson sem lætur af embætti forseta Íslands á miðnætti á sunnudag. Forsetinn greinir meðal annars frá því að hann hafi sent þúsundir skjala frá tuttugu ára embættistíð sinni á Þjóðskjalasafnið sem hann telji að fræðimenn og almenningur eigi að hafa aðgang að fyrr en venja er um slík skjöl. Þá telur forsetinn fráfarandi ekki rétt að takmarka fjölda kjörtímabila sem forseti getur setið.

Við hittum leigubílstjóra sem krefjast þess að tvöföldun Reykjanesbrautar upp að flugstöð Leifs Eiríkssonar verði kláruð á næstu tveimur árum og tökum púlsinn á stemmingunni á Þjóhátíð í Vestmannaeyjum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×