Golf

Í beinni: Íslandsmótið í höggleik | Annar keppnisdagur

Ólafía Þórunn er með eins höggs forskot á Valdísi Þóru eftir fyrsta hring.
Ólafía Þórunn er með eins höggs forskot á Valdísi Þóru eftir fyrsta hring. mynd/seth@golf.is
Annar keppnisdagur á Íslandsmótinu í höggleik fór af stað fyrir tíu í morgun þegar fyrstu ráshópar í kvennaflokki slógu af fyrsta teig. Karlarnir fara af stað klukkan 11.00. Hægt er að fylgjast með beinni lýsingu frá mótinu.

Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæ er með tveggja högga forystu í karlaflokki eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu en hann lék á 67 höggum í gæreða fjórum höggum undir pari. Það er nýtt vallarmet á Jaðarsvellinum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forystu í kvennaflokki eftir fyrsta dag en hún lék á 70 höggum í gær eða einu höggi undir pari. Hún byrjar daginn einu höggi á undan Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni sem lék fyrstu átján holurnar á pari.

Golfsamband Íslands er með beina lýsingu frá mótinu á Twitter-síðu sinni en hægt er að fylgjast með öllu sem gerist á Jaðarsvelli í Twitter-boxinu hér að neðan. Hér má svo finna beina lýsingu holu fyrir holu og hér er hefðbundin staða þar sem hægt er að fletta á milli flokka.


Tengdar fréttir

Sögubækurnar bíða Birgis Leifs

Birgi Leifi Hafþórssyni og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er spáð Íslandsmeistaratitlinum í höggleik en mótið hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Vinni Birgir verður hann sigursælastur í sögunni.

Ólafía Þórunn: Ég er alltaf að læra betur á völlinn

Það stefnir í æsispennandi keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem hófst í dag á Jaðarsvelli á Akureyri en það munar aðeins tveimur höggum á efstu þremur konunum eftir fyrstu átján holurnar.

Aron Snær: Þessi hringur kemur mér ekkert á óvart

Aron Snær Júlíusson úr GKG er með tveggja högga forskot að loknum fyrsta keppnisdeginum á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni en hann setti nýtt glæsilegt vallarmet í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×