SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 06:28

Sebastian Vettel vann í Ástralíu

SPORT

Alfređ kom inn á í tapi Augsburg

 
Fótbolti
16:15 06. FEBRÚAR 2016
Alfređ lék síđustu 20 mínúturnar.
Alfređ lék síđustu 20 mínúturnar. MYND/AUGSBURG
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Alfreð Finnbogason lék sinn fyrsta leik fyrir Augsburg þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Ingolstadt í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Alfreð hóf leikinn á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður á 70. mínútu.

Þá var staðan 1-1 en stundarfjórðungi síðar fékk Ingolstadt vítaspyrnu sem Moritz Hartmann skoraði sigurmarkið úr.

Augsburg komst yfir í leiknum með marki Konstantinos Stafylidis á 14. mínútu en Marvin Matip jafnaði metin fyrir Ingolstadt á 59. mínútu.

Augsburg er án sigurs í síðustu þremur leikjum en Alfreð og félagar eru í 13. sæti deildarinnar með 21 stig, tveimur stigum frá fallsæti.

Fjórum öðrum leikjum er lokið í þýsku deildinni í dag.

Stuttgart vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Frankfurt, 1-4, á útivelli.

Dortmund gerði aðeins markalaust jafntefli við Hertha Berlin á útivelli en Wolfsburg komst upp í 4. sæti deildarinnar með öruggum 3-0 sigri á Wolfsburg á heimavelli.

Þá vann Mainz 0-1 sigur á Hannover 96.


  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Alfređ kom inn á í tapi Augsburg
Fara efst