FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ NÝJAST 08:38

Slasađur ferđamađur neitađi ađ gefa deili á sér

FRÉTTIR

Alfređ kom inn á í tapi Augsburg

 
Fótbolti
16:15 06. FEBRÚAR 2016
Alfređ lék síđustu 20 mínúturnar.
Alfređ lék síđustu 20 mínúturnar. MYND/AUGSBURG
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Alfreð Finnbogason lék sinn fyrsta leik fyrir Augsburg þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Ingolstadt í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Alfreð hóf leikinn á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður á 70. mínútu.

Þá var staðan 1-1 en stundarfjórðungi síðar fékk Ingolstadt vítaspyrnu sem Moritz Hartmann skoraði sigurmarkið úr.

Augsburg komst yfir í leiknum með marki Konstantinos Stafylidis á 14. mínútu en Marvin Matip jafnaði metin fyrir Ingolstadt á 59. mínútu.

Augsburg er án sigurs í síðustu þremur leikjum en Alfreð og félagar eru í 13. sæti deildarinnar með 21 stig, tveimur stigum frá fallsæti.

Fjórum öðrum leikjum er lokið í þýsku deildinni í dag.

Stuttgart vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Frankfurt, 1-4, á útivelli.

Dortmund gerði aðeins markalaust jafntefli við Hertha Berlin á útivelli en Wolfsburg komst upp í 4. sæti deildarinnar með öruggum 3-0 sigri á Wolfsburg á heimavelli.

Þá vann Mainz 0-1 sigur á Hannover 96.


  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Alfređ kom inn á í tapi Augsburg
Fara efst