Enski boltinn

Tottenham marði tíu leikmenn Hull

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Það hafðist hjá Tottenham
Það hafðist hjá Tottenham vísir/getty
Tottenham lagði Hull 2-1 í útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hull var manni færri síðustu fjörutíu mínútur leiksins.

Jake Livermore fyrrum leikmaður Tottenham kom Hull yfir á 8. mínútu og voru heimamenn yfir í hálfleik.

Gaston Ramirez fékk að líta rauða spjaldið á fimmtu mínútu seinni hálfleiks og upphófst stórsókn Tottenham allt til leiksloka.

Harry Kane jafnaði metin af stuttu færi á 61. mínútu og þegar allt leit út fyrir að leikurinn myndi enda með jafntefli tryggði Christian Eriksen Tottenham sigurinn með góðu skoti á 90. mínútu.

Sanngjarn sigur Tottenham þegar uppi er staðið en miklu munaði um brottrekstur Ramirez.

Tottenham fór með sigrinum upp í 9. sæti með 17 stig. Hull er í 16. sæti með 11 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×