Enski boltinn

Diame skaut Hull í úrvalsdeildina á ný

Anton Ingi Leifsson. skrifar
Diame fagnar markinu.
Diame fagnar markinu. Vísir/Getty
Hull er komið í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik eftir 1-0 sigur á Sheffield Wednesday í úrslitaleik um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Staðan var markalaus í hálfleik, en Mohamed Diame skoraði eina mark leiksins á 72. mínútu. Hann skoraði þá með þrumuskoti sem Kieren Westwood réð ekki við.

Fleiri urðu mörkin ekki og strákarnir hans Steve Bruce eru því komnir í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik eftir eins árs fjarveru.

Sigurvegarinn er sagður fá tekjur upp á 170 milljónir punda eða 31 milljarð íslenskra króna svo þetta var mikilvægur sigur Hull.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×