Innlent

Í beinni: Hádegisfréttatími Stöðvar 2 á kjördegi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Fréttastofan er með kosningavakt alla helgina.
Fréttastofan er með kosningavakt alla helgina.
Fréttastofa Stöðvar 2 verður með sérstakan hádegisfréttatíma í dag í tilefni af kosningum til forseta Íslands sem fram fara í dag. Fréttatíminn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 og sýndur í beinni hér á Vísis. Fréttatíminn hefst klukkan 12.00.

Fréttamenn Stöðvar 2 eru um allan bæ í dag og taka púlsinn á kjósendum og frambjóðendum. Kjörstaðir opnuðu klukkan 9 í morgun og hafa þegar einhverjir frambjóðenda greitt atkvæði.

Fylgjast má með fréttatímanum hér fyrir neðan. Fréttastofan verður síðan aftur á ferðinni klukkan 18.30 og verður með kosningavakt þar til línur fara að skýrast í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×