Körfubolti

Leik lokið: Grindavík - Þór Ak. 85-97 | Þórsarar fengu sín fyrstu stig

Kristinn Geir Friðriksson í Mustad-höllinni í Grindavík skrifar
Ólafur Ólafsson og félagar töpuðu á heimavelli í kvöld.
Ólafur Ólafsson og félagar töpuðu á heimavelli í kvöld. vísir/eyþór
Þór frá Akureyri vann nokkuð þægilegan fyrsta sigur í fjórðu umferð Domino‘s-deildar karla gegn lánlausum heimamönnum í Grindavík.

Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti og náðu rúmlega tíu stiga forskoti í fyrri hálfleik. Þá forystu voru Grindvíkingar fljótir að afmá í þriðja hluta með fínum varnarleik og áræðnum sóknarleik en skorti tilfinnanlega kraft til þess að klára leikinn.

Mikilvægi leiksins var gríðarlegt fyrir nýliða Þórs, sem náðu í sín fyrstu stig í deildinni. Liðsheildin var góð og stigin nauðsynlegt nesti fyrir liðið ef það ætlar sér að gera eitthvað í deild þeirra bestu.

Grindavíkingar byrjuðu mótið vel en hafa dalað verulega í síðustu tveimur. Liðið náði undirtökum í leiknum á mikilvægum tíma en náði ekki að halda aftur af sóknarþunga gestanna, ásamt þvi að leikmenn liðsins áttu í miklu basli með skot sín inní teig þegar Tryggvi Snær Hlynason stóð þar eins og kóngur í ríki sínu. Sigurinn var sanngjarn og leikurinn bráðskemmtilegur á að horfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×