Enski boltinn

Palace gerði Everton mikinn óleik með fjórða sigrinum í röð

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Scott Dann fagnar marki í kvöld.
Scott Dann fagnar marki í kvöld. Vísir/Getty
Everton náði ekki að endurheimta fjórða sætið af Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld því liðið tapaði á heimavelli fyrir Crystal Palace, 3-1.

Lærisveinar Tony Pulis eru nú búnir að vinna fjóra leiki í röð og eru komnir upp í ellefta sæti deildarinnar með 40 stig, þremur stigum minna en Stoke sem rak Pulis eftir síðasta tímabil.

Jason Puncheon kom Palace yfir á Goodison Park með fallegu skoti úr teignum eftir stórsókn gestanna og miðvörðurinn ScottDann tvöfaldaði forskotið á 49. mínútu í seinni hálfleik.

Skotinn StevenNaismith minnkaði muninn fyrir Everton á 61. mínútu og svo virtist sem heimamenn væru að koma til baka en þeir fengu blauta tusku í andlitið þegar CameronJerome skoraði þriðja mark Palace á 73. mínútu, 3-1.

Belginn KevinMirallas kveikti aftur í vonum Everton-manna þegar hann minnkaði muninn í 3-2 með marki á 86. mínútu eftir fallega sókn heimamanna en nær komust heimamenn ekki.

Everton er því áfram í 5. sæti með 66 stig, stigi minna en Arsenal þegar bæði lið eiga fjóra leiki eftir. Palace er sem fyrr segir í ellefta sæti með 40 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×