Fótbolti

FH í vondum málum eftir stórt tap í Svíþjóð

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Pétur Viðarsson í baráttunni gegn Grodno.
Pétur Viðarsson í baráttunni gegn Grodno. vísir/Arnþór
FH á fyrir höndum ansi erfitt verkefni í seinni leik liðsins gegn Elfsborg í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-4 tap í fyrri leik liðanna í dag.

Ljóst var að verkefnið yrði erfitt en Elfsborg vann sænska bikarinn á síðasta tímabili og sænsku deildina árið áður.

Sebastian Holmén kom Elfsborg yfir í upphafi seinni hálfleiks af vítapunktinum en Steven Lennon jafnaði metin skömmu síðar eftir góða skyndisókn FH.

Per Frick kom Elfsborg aftur yfir um miðbik seinni hálfleiksins með skalla stuttu eftir að hann kom inná af varamannabekknum. Marcus Rohdén bætti síðan við marki fyrir Elfsborg stuttu síðar en Sebastian Hedlund gerði endanlega út um leikinn undir lok venjulegs leiktíma.

Stórt tap staðreynd og er ljóst að verkefnið verður gríðarlega erfitt í Kaplakrika en seinni leikur liðanna fer fram á fimmtudaginn eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×