Enski boltinn

Draumabyrjun Liverpool dugði skammt | Sjáið mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Boltinn í netinu hjá Liverpool.
Boltinn í netinu hjá Liverpool. vísir/getty
Crystal Palace skellti Liverpool 3-1 á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þrátt fyrir að lenda undir strax á annarri mínútu leiksins.

Eftir rétt um 90 sekúndur hafði Rickie Lambert komið Liverpool yfir með góðu marki eftir sendingu Adam Lallana.

Stundarfjórðungi síðar hafði Dwight Gayle jafnað metin og var staðan í hálfleik 1-1.

Liverpool sótti nokkuð í seinni hálfleik en án þess þó að skapa sér teljandi marktækifæri.

Crystal Palace skoraði þrjú mörk gegn Liverpool á síðustu leiktíð og endurtók leikinn því liðið skoraði tvö mörk á þremur mínútum seint í leiknum.

Fyrst skoraði Joseph Ledley tólf mínútum fyrir leikslok og svo bætti Mile Jedniak við marki beint úr aukaspyrnu þegar níu mínútur voru eftir.

Frábær sigur Crystal Palace sem lyft sér upp í 15. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 12 stig. Liverpool er í bullandi vandræðum rétt fyrir neðan miðja deild með tveimur stigum meira.

Mörkin úr fyrri hálfleik: Mörkin í seinni hálfleik:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×