Fótbolti

Evrópumeistararnir sluppu með skrekkinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karim Benzema fagnar jöfnunarmarki sínu.
Karim Benzema fagnar jöfnunarmarki sínu. vísir/getty
Real Madrid vann nauman sigur, 1-2, á Cordoba í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Nabil Ghilas kom Cordoba yfir strax á 3. mínútu með marki úr vítaspyrnu sem Bebé, fyrrverandi leikmaður Manchester United, fiskaði.

Karim Benzema jafnaði metin í 1-1 á 27. mínútu eftir sendingu frá Gareth Bale og þannig var staðan fram á 89. mínútu þegar Bale skoraði sigurmark Evrópumeistaranna úr vítaspyrnu.

Sjö mínútum áður hafði Cristiano Ronaldo fengið að líta rauða spjaldið en hann er á leið í þriggja leikja bann.

Real Madrid er nú með þriggja stiga forskot á Barcelona á toppi deildarinnar en Börsungar geta náð Madrid að stigum með sigri á Elche í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×