Enski boltinn

Öruggt hjá Chelsea gegn 10 leikmönnum WBA

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Leikmenn Chelsea fagna marki Costa
Leikmenn Chelsea fagna marki Costa vísir/getty
Chelsea vann öruggan sigur á WBA 2-0 á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.

Diego Costa kom Chelsea yfir á 11. mínútu eftir sendingu frá Oscar og á 25. mínútu bætti Eden Hazard við marki eftir hornspyrnu Cesc Fabregas.

Fjórum mínútum seinna fékk Claudio Yacob miðjumaður WBA beint rautt spjald og var eftirleikurinn auðveldur fyrir Chelsea þó liðið hafi ekki skorað fleiri mörk í leiknum.

Chelsea hefði hæglega getað unnið enn stærri sigur en það eru stigin þrjú sem skipta liðið öllu máli því liði er nú með 32 stig á toppi deildarinnar, sjö stigum á undan Southampton sem á þó leik til góða á mánudaginn.

WBA er í 13. sæti deildarinnar með 13 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×