Enski boltinn

Chelsea valtaði yfir Newcastle - Sjáðu markaveisluna á Brúnni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Diego Costa, framherji Chelsea.
Diego Costa, framherji Chelsea. vísir/getty
Chelsea valtaði yfir Newcastle, 4-0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram á Stamford Bridge.

Diego Costa kom þeim bláu á bragðið eftir um fimm mínútur með glæsilegu marki en hann lék með grímu í leiknum í dag þar sem hann nefbrotnaði á æfingu í vikunni.

Pedro skoraði síðan annað mark Chelsea aðeins nokkrum mínútum síðar og síðan kom William liðinu í 3-0 þegar rúmlega stundarfjórðungur var liðinn af leiknum og þá var ballið bara búið.

Staðan var 3-0 í hálfleiknum og Pedro kom liðinu í 4-0 hálftíma fyrir leikslok. Á lokamínútum leiksins skoraði  Bertrand Traore fimmta mark liðsins og sitt fyrsta fyrir félagið. Andros Townsend náði að klóra í bakann fyrir Newcastle undir blálokin og skoraði hann fínt mark. 

Chelsea er í 12. sæti deildarinnar með 33 stig en Newcastle í því 18. með 24 stig.

Costa kemur Chelsea í 1-0
Pedro kemur Chelsea í 2-0
Willian kemur Chelsea í 3-0
Pedro skorar fjórða mark Chelsea
Traore skorar fyrir Chelsea, 5-0
Townsend skorar fyrir Newcastle



Fleiri fréttir

Sjá meira


×