Fótbolti

Chelsea fór illa með Slóvenana á Stamford Bridge - sjáðu mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Edin Hazard skoraði tvö síðustu mörkin í kvöld.
Edin Hazard skoraði tvö síðustu mörkin í kvöld. Vísir/Getty
Chelsea er í flottum málum í toppsæti síns riðils í Meistaradeildinni eftir 6-0 stórsigur á Maribor frá Slóveníu í 3. umferð riðlakeppninnar í kvöld en leikurinn fór fram á Stamford Bridge.

Didier Drogba og John Terry voru báðir á skotskónum í fyrri hálfleik ásamt Loic Rémy sem kom Chelsea í 1-0 en þurfti síðan að fara meiddur af velli skömmu síðar.

Drogba var þarna að skora sitt fyrsta Meistaradeildarmark síðan að hann skoraði fyrir Chelsea í sigrinum á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2012.

Eden Hazard átti síðan seinni hálfleikinn þar sem hann skoraði tvö síðustu mörkin auk þess að fjórða mark Chelsea var sjálfsmark eftir undirbúning Belgans.

Chelsea er þar með komið með sjö stig eftir þrjá fyrstu leikina og hefur nú tveggja stiga forskot á Schalke sem er í öðru sætinu eftir dramatískan 4-3 heimasigur á Sporting Lissabon. 

Chelsea 1-0 Chelsea 2-0 Chelsea 3-0 Chelsea 4-0 Chelsea 5-0 Chelsea 6-0



Fleiri fréttir

Sjá meira


×