Enski boltinn

Jafnt í stórleiknum á Brúnni | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eden Hazard með Jesús Navas á hælunum.
Eden Hazard með Jesús Navas á hælunum. Vísir/Getty
Chelsea heldur fimm stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-1 jafntefli við Englandsmeistara Manchester City á Stamford Bridge í dag.

Loïc Remy byrjaði í framlínu Chelsea í stað Diegos Costa, sem var dæmdur í þriggja leikja bann á dögunum, og hann kom heimamönnum yfir á 41. mínútu eftir sendingu frá Eden Hazard.

Forystan entist þó ekki nema í fjórar mínútur því á 45. mínútu jafnaði David Silva metin þegar hann stýrði skoti Sergios Agüero í netið. Þetta var sjöunda deildarmark Silva í vetur.

City sótti meira í seinni hálfleik gegn heimamönnum sem virtust vera sáttir með stigið. Til marks um það átti Chelsea ekki eina einustu marktilraun í seinni hálfleik.

Frank Lampard kom inn á sem varamaður gegn sínum gömlu félögum þegar 13 mínútur voru eftir. Honum tókst þó ekki setja mark sitt á leikinn eins og hann gerði í fyrri leik liðanna á Etihad þegar hann tryggði City annað stigið.

Chelsea 1-0 Man City Chelsea 1-1 Man City



Fleiri fréttir

Sjá meira


×