Enski boltinn

Bournemouth vann upp tveggja marka forskot Liverpool í ótrúlegum sigri | Sjáðu mörkin

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Liverpool glutraði niður tveggja marka forskoti í 3-4 tapi gegn Bournemouth á Dean Cort í fyrri leik dagsins í enska boltanum. Liverpool náði í tvígang tveggja marka forskoti í leiknum en heimamenn neituðu að gefast upp.

Liverpool komst 2-0 yfir með tveimur mörkum á skömmum tíma um miðbik fyrri hálfleiks. Eftir langar sendingar inn fyrir vörnina náðu Sadio Mane og Divock Origi að koma boltanum í netið og var staðan góð fyrir gestina í hálfleik.

Varamaðurinn Ryan Fraser krækti í vítaspyrnu fyrir Bournemouth á 56. mínútu aðeins einni mínútu eftir að hafa komið inn sem varamaður og minnkaði Callum Wilson metin.

Emre Can virtist gera aftur út um leikinn fyrir Liverpool stuttu síðar með skoti en Fraser hafði ekki sagt sitt síðasta.

Hann minnkaði muninn á 76. mínútu með skoti af vítateigslínunni og lagði svo upp jöfnunarmarkið tveimur mínútum síðar fyrir Steve Cook.

Bæði lið fengu færi til þess að stela sigrinum á seinustu mínútum leiksins en það reyndist vera lánsmaðurinn frá Chelsea, Nathan Ake, sem skoraði sigurmarkið á 93. mínútu eftir mistök Loris Karius í marki Liverpool.

Þetta var fyrsti sigur Bournemouth gegn Liverpool í mótsleik en með sigrinum lyfti Bournemouth sér upp í tíunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×