Handbolti

Svona var blaðamannafundurinn þegar Aron tilkynnti að hann væri hættur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Aron Kristjánsson og Handknattleikssamband Íslands voru með blaðamannafund í hádeginu þar sem Aron tilkynnti að hann væri hættur sem þjálfari íslenska liðsins aðeins þremur dögum eftir að Ísland féll úr leik á EM.

Á þriðjudaginn féll Ísland úr leik eftir riðlakeppni EM í Póllandi eftir að hafa tapað fyrir Króatíu og Hvíta-Rússlandi í síðustu tveimur leikjum sínum á mótinu.

Var þetta versti árangur Íslands á EM í tólf ár en framtíð Arons Kristjánssonar landsliðsþjálfara var mikið til umræðu eftir það og í dag kom í ljós að HSÍ leitar nú að nýjum landsliðsþjálfara.

Eiríkur Stefán Ásgeirsson var á fundinum og sagði frá því sem gerðist á honum. Það er því hægt að lesa um hvernig fundurinn gekk fyrir sig hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Aron: Ekki landsliðsþjálfari fyrir sjálfan mig heldur fyrir þjóðina

Aron Kristjánsson er hættur sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta kom fram á blaðamannfundi HSÍ í dag. Aron mætti á fundinn og fór yfir ákvörðun sína en það var hann sem nýtti sér uppsagnarákvæði í tveggja ára samningi sínum sem átti að renna út 2017.

Aron hættir með landsliðið

Tilkynnt á blaðamannafundi í hádeginu í dag, þremur dögum eftir að Ísland féll úr leik á EM í Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×