Fótbolti

Stórsigur Barcelona setur pressu á Real Madrid

Neymar og félagar fagna einu marka Barcelona í kvöld.
Neymar og félagar fagna einu marka Barcelona í kvöld. vísir/getty
Barcelona vann stórsigur á Sporting Gijón í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Börsungar fara því í toppsætið um stundarsakir en Real Madrid gæti hirt það af þeim á nýjan leik síðar í kvöld.

Lionel Messi kom Barcelona yfir strax á 9.mínútu og Martinez skoraði sjálfsmark fyrir Gijón stuttu síðar. Gestirnir náðu að minnka muninn á 22.mínútu en þá var mótspyrna þeirra á enda.

Luis Suarez kom heimamönnum í 3-1 fyrir leikhlé og þeir bættu svo við þremur mörkum í síðari hálfleiknum. Paco Alcacer skoraði gott mark á 49.mínútu og Neymar bætti fimmta markinu við tíu mínútum síðar.

Króatinn Ivan Rakitic rak síðasta naglann í kistuna hjá Gijón þremur mínútum fyrir leikslok og lokatölur á Nývangi því 6-1.

Með sigrinum fer Barcelona í efsta sæti deildarinnar með 57 stig en Real Madrid er í öðru sæti með 55 stig og á tvo leiki til góða. Annar þeirra hófst nú klukkan 20:30 en Madrid mætir þá Las Palmas á heimavelli sínum en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×