Fótbolti

Sex marka sýning Börsunga og fimm stiga forysta á Real | Sjáið mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Börsungar skoruðu fimm mörk í fyrri hálfleiknum.
Börsungar skoruðu fimm mörk í fyrri hálfleiknum. Vísir/AP
Barcelona er komið með fimm stiga forskot á toppi spænsku deildarinnar í fótbolta eftir mikla markasýningu í 6-0 sigri á Getafe á Nývangi í kvöld.

Real Madrid á leik inni á móti Almería á morgun en ef marka má spilamennsku Barcelona-liðsins í kvöld þá eru ekki miklar líkur á því að Börsungar missi af spænska meistaratitlinum í ár.

Lionel Messi og Luis Suárez skoruðu báðir tvö mörk í leiknum og Suárez lagði einnig upp tvö mörk í leiknum. Messi skoraði fyrsta og síðasta markið.  

Barcelona komst í 5-0 í fyrri hálfleiknum þar sem snillingarnir Lionel Messi, Luis Suárez og Neymar skoruðu allir og áttu líka allir stoðsendingu. Þeir komust jafnframt yfir hundrað mörk samanlagt á leiktíðinni og hafa nú skorað 102 mörk saman.

Xavi skoraði frábært mark í fyrri hálfleiknum og átti einn sinn besta leik á tímabilinu en hann lagði einnig upp mark í hálfleiknum.

Lionel Messi skoraði eina mark Barcelona í seinni hálfleiknum og það var af fallegri gerðinni eins og flest mörk Barcelona-liðsins í kvöld. Hér fyrir neðan má sjö öll þessi sex mörk.

1-0 fyrir Barcelona - Lionel Messi 2-0 fyrir Barcelona - Luis Suárez 3-0 fyrir Barcelona - Neymar 4-0 fyrir Barcelona - Xavi 5-0 fyrir Barcelona - Luis Suárez 6-0 fyrir Barcelona - Lionel Messi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×