Fulham tryggði sér síðasta úrvalsdeildarsætið

Leikmenn Fulham fagna mark Tom Cairney.
Leikmenn Fulham fagna mark Tom Cairney. vísir/getty
Birkir Bjarnason var ónotaður varamaður er Aston Villa tapaði 1-0 fyrir Fulham í úrslitaleik um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Leikurinn var rólegur framan af en Fulham voru ívið sterkari aðilinn. Ekki voru mörg færi sem litu dagsins ljós en Fulham áttu þau hættulegri.

Eina mark leiksins kom á 23. mínútu en þá skoraði fyrirliðinn Tom Cairney eftir frábæran undirbúning hins bráðefnilega, Ryan Sessegnon.

Denis Odoi fékk að líta sitt annað gula spjald á 70. mínútu og Fulham lék síðustu tuttugu mínúturnar einum færri. Allt kom fyrir ekki og þeir náðu að landa 1-0 sigri.

Fulham er því komið í deild þeirra bestu ásamt Cardiff og Wolves en Aston Villa verður áfram í B-deildinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira