Enski boltinn

Arsenal komið á toppinn | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arsenal tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Stoke City á Emirates í dag.

Úrslitin voru nokkuð fyrirsjáanleg en Stoke hefur ekki unnið Arsenal á útivelli í 35 ár.

Stoke komst reyndar yfir á 29. mínútu þegar Charlie Adam skoraði úr vítaspyrnu á 31. árs afmælisdaginn sinn.

Theo Walcott jafnaði metin þremur mínútum fyrir hálfleik eftir fyrirgjöf Héctors Bellerín og staðan því 1-1 í hálfleik.

Í seinni hálfleik voru Skytturnar mun sterkari aðilinn og Mesut Özil kom þeim yfir þegar hann skallaði boltann yfir Lee Grant í marki Stoke á 50. mínútu.

Fimmtán mínútum fyrir leikslok skoraði Alex Iwobi svo þriðja mark Arsenal og sitt mark í deildinni í vetur. Lokatölur 3-1, Arsenal í vil.

Arsenal er nú með 34 stig á toppi deildarinnar, jafn mörg og Chelsea en betri markatölu. Stoke er hins vegar í 10. sætinu með 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×