Enski boltinn

Arsenal í þriðja sætið á ný | Sjáðu mörkin

Vísir/Getty
Oliver Giroud og Tomas Rosicky skoruðu mörk Arsenal í 2-0 sigri á Everton. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, en Arsenal vann leikinn nokkuð þægilega.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik. Lukaku slapp meðal annars einn í gegn, en Ospina sá við honum. Fyrsta mark leiksins kom þegar sex mínútur voru til leikhlés. Mesut Özil tók þá hornspyrnu, boltinn beint á Giroud sem hamraði boltanum í netið.

Everton reyndi hvað þeir gátu til að jafna metin, en þeir sköpuðu sér nánast engin færi og virkuðu þreyttir. Arsenal bætti við marki tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Tomas Rosicky skaut þá að marki, boltinn í Jagielka og í netið.

Klaufagangur Everton heldur áfram. Lokatölur 2-0 sigur Arsenal. Arsenal er með sigrinum komið upp í þriðja sæti deildarinnar með 51 stig. City er í öðru með 55 og United í fjórða með 50.

Everton er hins vegar í fjórtánda sæti með 28 stig, sex stigum frá fallsæti. Vesen í Guttagarði.

1-0: 2-0:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×