Arsenal rúllaði yfir Palace á 20 mínútum | Vardy og Mahrez sáu um Watford

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Monreal skoraði eitt og lagði upp tvö áður en hann fór af velli á 34.mínútu
Monreal skoraði eitt og lagði upp tvö áður en hann fór af velli á 34.mínútu Vísir/Getty
Sex leikjum er nýlokið í ensku úrvalsdeildinni þar sem mikið var um dýrðir.

Leikmenn Arsenal létu neikvæðnisraddir í kringum félagið undanfarna daga ekki hafa slæm áhrif á sig. Þvert á móti mættu þeir til leiks í sóknarhug og slógu Crystal Palace algjörlega út af laginu á fyrstu 20 mínútum leiksins.

Alexandre Lacazette kom Arsenal í 4-0 á 22.mínútu leiksins og hélst staðan þannig þar til á 77.mínútu þegar Luka Milivojevic klóraði í bakkann fyrir gestina. Öruggur heimasigur engu að síður staðreynd og yfirburðir Arsenal í þessum Lundúnarslag algjörir. 

Joe Allen og Mame Biram Diouf tryggðu Stoke 2-0 heimasigur á Huddersfield í fyrsta leik Stoke undir stjórn Paul Lambert sem tók við stjórnartaumunum á dögunum.

Jamie Vardy og Riyad Mahrez sá um markaskorun Leicester þegar liðið vann 2-0 sigur á Watford á King Power leikvangnum. Mark Vardy úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur.

Þá skildu West Ham og Bournemouth jöfn á Ólympíuleikvangnum í Lundúnum, 1-1, þar sem mörk Ryan Fraser og Javier Hernandez komu með mínútu millibili í síðari hálfleik.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira