Enski boltinn

Arsenal bikarmeistari í tólfta sinn | Sjáðu mörkin

Arsenal fagnaði sínum 12. bikarmeistaratitli vel og innilega í leikslok.
Arsenal fagnaði sínum 12. bikarmeistaratitli vel og innilega í leikslok. vísir/getty
Arsenal vann öruggan 4-0 sigur á Aston Villa í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Sigurinn er sögulegur því nú hefur Arsenal unnið bikarinn tólf sinnum, oftar en nokkurt annað lið. Þetta var í sjötta sinn sem Arsene Wenger vinnur enska bikarinn með Arsenal og er hann þar með kominn með fleiri bikarúrslitatitla en Sir Alex Ferguson.

Það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda í dag, yfirburðir Arsenal voru feykimiklir og mótspyrnan hjá Aston Villa entist ekki nema í 40 mínútur. En þá skoraði Theo Walcott laglegt mark. 1-0 í hálfleik fyrir Arsenal.

Síðari hálfleikur var ekki nema fimm mínútna gamall þegar Alexis Sanches skoraði frábært mark og kom Arsenal í 2-0. Þrumufleygur hans hafnaði í slánni og þaðan í netinu og Shay Given átti enga möguleika.

Þegar þarna var komið var aðeins spurning hversu stór sigur Arsenal yrði. Miðvörðurinn Per Mertesacker kom Arsenal í 3-0 með skalla eftir hornspyrnu og það var svo Frakkinn Oliver Giroud sem innsiglaði sigur Arsenal með marki undir blálokinn.

4-0 sigur Arsenal staðreynd og tólfti bikarmeistaratitillinn í húsi.

1-0, Theo Walcott: 2-0, Alexis Sanchez: 3-0, Per Mertesacker: 4-0 og lokaflautið, Oliver Giroud: Bikar á loft:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×