Lífið

Í auglýsingaherferð fyrir Levi's

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hljómsveitin The Vaccines er einnig á leið í tónleikaferð um Bretland.
Hljómsveitin The Vaccines er einnig á leið í tónleikaferð um Bretland. Mynd/Getty
Breska rokkhljómsveitin The Vaccines með bassaleikarann Árna Hjörvar Árnason innanborðs er nú komin í samstarf við bandaríska fataframleiðandann Levi"s í nýrri auglýsingaherferð. Á Facebook-síðu hljómsveitarinnar er að finna myndband þar sem þeir félagar ræða um hljómsveitina og kynni sín af Levi's-buxum, allir klæddir í Levi´s-buxur.

Gera má ráð fyrir að auglýsingasamningur sem þessi skili meðlimum sveitarinnar ágætis tekjum. Auglýsingaherferðin kallast The Live in Levi's Project og taka fleiri listamenn þátt í henni, eins og hljómsveitin Local Natives, söngkonan Kilo Kish og fleiri nöfn.

Hljómsveitin The Vaccines vinnur nú að sinni þriðju breiðskífu sem mun koma út á árinu og mun hún bera nafnið English Graffiti. Fyrsta smáskífulagið af þeirri plötu, Handsome, er einnig komið út.

Sveitin tilkynnti fyrir skömmu á Facebook-síðu sinni að hún væri á leið í tónleikaferð um Bretland og hefst það 27. mars. Íslenska hljómsveitin Fufanu mun ásamt hljómsveitunum Cheatahs, All We Are og Big Deal sjá um að hita upp á tónleikaferðinni.

Ein af auglýsingum Levi´s, þar sem The Vaccines kemur fram í má sjá hér að neðan, ásamt fyrsta smáskífulaginu af væntanlegri plötu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×